Summary

Norræn rannsókn á meðferð á ósæðarflysjun af gerð B án fylgikvilla (Scandinavian Trial of Uncomplicated Aortic Dissection Therapy - SUNDAY trial) er fjölþjóðleg, framsæ slembirannsókn sem er gerð í þeim tilgangi að kanna hvort snemmbær fóðring á ósæðarflysjun í fallhluta ósæðar ( gerð B), án skilgreindra fylgikvilla, minnki líkur á síðkomnum fylgikvillum sjúkdómsins, lengi lifun og bæti lífsgæði sjúklinga.

Áður hafa verið gerðar 2 slembirannsóknir á þessu sviði, ADSORB trial og INSTEAD trial (1, 2). Þýði beggja rannsókna var of lítið til þess að hægt væri að sýna fram á tölfræðilegan marktækan mun á árangri snemmbærrar fóðringar + lyfjameðferð annars vegar og lyfjameðferð einvörðungu hins vegar. Niðurstöður bentu til bættrar enduruppbyggingar ósæðar eftir fóðringu (ADSORB) og lengri meðallifunar sjúklinga (INSTEAD). Ráðgert er að fjöldi þátttakenda í SUNDAY trial nægi til þess að fá tölfræðilega marktækar niðurstöður úr rannsókninni.